Éljagangur á Norður- og Austurlandi og frost allt að tíu stig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 06:45 Það verður heldur kalt á landinu í dag eins og þetta hitaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan tólf á hádegi sýnir. Veðurstofa Íslands Norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það er spáð áframhaldandi éljagangi á Norður- og Austurlandi og því eru enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ferðalangar ættu því að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er af stað. Þá er enn óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum og hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. „Á ratsjármyndum sést snjókomubakki skammt undan suðvesturströndinni, en það er enn óljóst hversu langt hann gengur inn á land. Suðvestantil á landinu eru því líkur á snjókomu, en það gæti brugðið til beggja vona. Á Suðausturlandi er hins vegar útlit fyrir bjartviðri í dag. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld bætir í vind vestanlands og á morgun verða austan og norðaustan þrettán til átján metrar á sekúndu en talsvert hægari vindur um landið austanvert. Dálítil él norðantil á landinu en annars úrkomulítið. Þá herðir talsvert á frostinu. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, víða 8-15 m/s. Él norðan- og austanlands, og bjartviðri á Suðausturlandi, en austlægari og líkur á snjókomu suðvestantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Bætir í vind vestanlands í kvöld. Austan og norðaustan 13-18 á morgun, en hægari vindur um landið austanvert. Dálítil él norðantil á landinu, annars úrkomulítið. Herðir heldur á frosti. Á þriðjudag: Austan og norðaustan 13-18 m/s, en hægari vindur um landið A-vert. Víða dálítil él fram eftir degi, en þurrt SA-lands. Frost frá 1 stigi syðst á landinu, niður í 13 stig í innsveitum NA-til. Á miðvikudag: Austlæg átt 10-18 á S- og V-landi og lítilsháttar slydda eða snjókoma með köflum. Hægari vindur og þurrt N- og A-lands. Frost 1 til 9 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á fimmtudag: Austan og suðaustan 5-13 og bjart með köflum, frost 0 til 7 stig. Austan 13-18 með suðurströndinni, skýjað og hiti 0 til 3 stig. Á föstudag: Suðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él á S- og V-landi með hita rétt yfir frostmarki. Þurrt og bjart veður á N- og A-landi og frost 1 til 7 stig. Veður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Þá er enn óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum og hættustig vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. „Á ratsjármyndum sést snjókomubakki skammt undan suðvesturströndinni, en það er enn óljóst hversu langt hann gengur inn á land. Suðvestantil á landinu eru því líkur á snjókomu, en það gæti brugðið til beggja vona. Á Suðausturlandi er hins vegar útlit fyrir bjartviðri í dag. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld bætir í vind vestanlands og á morgun verða austan og norðaustan þrettán til átján metrar á sekúndu en talsvert hægari vindur um landið austanvert. Dálítil él norðantil á landinu en annars úrkomulítið. Þá herðir talsvert á frostinu. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, víða 8-15 m/s. Él norðan- og austanlands, og bjartviðri á Suðausturlandi, en austlægari og líkur á snjókomu suðvestantil. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Bætir í vind vestanlands í kvöld. Austan og norðaustan 13-18 á morgun, en hægari vindur um landið austanvert. Dálítil él norðantil á landinu, annars úrkomulítið. Herðir heldur á frosti. Á þriðjudag: Austan og norðaustan 13-18 m/s, en hægari vindur um landið A-vert. Víða dálítil él fram eftir degi, en þurrt SA-lands. Frost frá 1 stigi syðst á landinu, niður í 13 stig í innsveitum NA-til. Á miðvikudag: Austlæg átt 10-18 á S- og V-landi og lítilsháttar slydda eða snjókoma með köflum. Hægari vindur og þurrt N- og A-lands. Frost 1 til 9 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á fimmtudag: Austan og suðaustan 5-13 og bjart með köflum, frost 0 til 7 stig. Austan 13-18 með suðurströndinni, skýjað og hiti 0 til 3 stig. Á föstudag: Suðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él á S- og V-landi með hita rétt yfir frostmarki. Þurrt og bjart veður á N- og A-landi og frost 1 til 7 stig.
Veður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira