Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Sylvía Hall skrifar 24. janúar 2021 22:51 Trump hélt til Flórída á miðvikudag. Getty/Pete Marovich Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01
Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32