Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 15:04 Flugmenn orrustuþota í Taívan standa í ströngu þesssa dagana. EPA Bandarískum herflota var í dag siglt inn í Suður-Kínahaf með því markmiðið að tryggja frjálsar ferðir þar um. Á sama tíma er mikil spenna á Taívansundi eftir að Kínverjar sendu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn á loftvarnasvæði eyríkisins í gær og í dag. Flotinn bandaríski er leiddur af flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Reuters fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem haft er eftir aðmírálnum Doug Verissimo að hann sé ánægður með að vera aftur í Suður-Kínahafi að „tryggja ferðafrelsi hafsins og hughreysta bandamenn og félaga“. Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu í dag að ríkið stæði við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af tilraunum Kínverja til að ógna nágrönnum þeirra í Taívan. Varnarmálaráðuneyti Taívan tilkynnti nýverið að átta sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn hefði verið flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins og með þeim fjórar orrustuþotur. Sextán herþotum til viðbótar hefði verið flogið um sama svæði í dag. Herþotur voru sendar til móts við kínversku þoturnar og loftvarnakerfi gangsett. Kínverjar hafa verið að auka þrýstingin á Taívan með því markmiði að fá ráðamenn eyríkisins til að staðfesta yfirráð Kína yfir Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Flotinn bandaríski er leiddur af flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Reuters fréttaveitan vitnar í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem haft er eftir aðmírálnum Doug Verissimo að hann sé ánægður með að vera aftur í Suður-Kínahafi að „tryggja ferðafrelsi hafsins og hughreysta bandamenn og félaga“. Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu í dag að ríkið stæði við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af tilraunum Kínverja til að ógna nágrönnum þeirra í Taívan. Varnarmálaráðuneyti Taívan tilkynnti nýverið að átta sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn hefði verið flogið inn á loftvarnasvæði ríkisins og með þeim fjórar orrustuþotur. Sextán herþotum til viðbótar hefði verið flogið um sama svæði í dag. Herþotur voru sendar til móts við kínversku þoturnar og loftvarnakerfi gangsett. Kínverjar hafa verið að auka þrýstingin á Taívan með því markmiði að fá ráðamenn eyríkisins til að staðfesta yfirráð Kína yfir Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira