Körfubolti

Tryggvi spilaði vel í stór­­sigri | Elvar og Jón Axel áttu góða leiki þrátt fyrir töp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti flottan leik í kvöld.
Tryggvi Snær átti flottan leik í kvöld. Oscar J. Barroso/Getty Images

Þrír íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru í eldlínunni í dag. Tryggvi Snær Hlinason lék vel í sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig og Jón Axel Guðmundsson gerði 15 stig en báðir máttu þola tap.

Tryggvi Snær Hlinason lék alls 16 mínútur í öruggu 23 stiga sigri Casademont Zaragoza á útivelli gegn Bilbao Basket, lokatölur 73-96. Tryggvi Snær skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu. Aðeins Jonathan Barreiro tók fleiri fráköst en Tryggvi Snær í liði Zaragoza í dag. Barreiro var einnig stigahæstur en hann gerði 22 stig.

Í Litháen var Elvar Már meðal betri manna á vellinum er lið hans Siauliai tapaði gegn Rytas í úrvalsdeildinni þar í landi, lokatölur 86-78. Elvar Már gerði 16 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar.

Gengi Siauliai hefur ekki verið gott en liðið situr á botni deildarinnar með átta stig eftir 14 leiki. Liðin fyrir ofan hafa hins vegar spilað mun fleiri leiki og því ekki öll von úti enn.

Í Þýskalandi gerði Jón Axel 15 stig er Fraport Skyliners töpuðu stórt gegn Hamburg Towers, lokatölur 98-70. Fraunkfurt er í 9. sæti sem stendur, stigi frá sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×