Hrossin troða snjó upp að kvið Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 21:03 „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“ Dýr Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“
Dýr Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira