Hrossin troða snjó upp að kvið Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 21:03 „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“ Dýr Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“
Dýr Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira