Stjarnan vann góðan útisigur á ÍBV, 30-29, í spennandi leik. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og var markahæst í leiknum. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna og Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu sitthvor sex mörkin fyrir ÍBV.
Stjarnan er nú með sex stig í fjórða sæti en ÍBV með fimm stig í fimmta sæti.
Fram valtaði yfir FH. Lokatölur 41-20 í Safamýri. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst Framara með 12 mörk úr 12 skotum, næstmarkahæst var Karólína Bæhrenz með ellefu mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk. Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði níu mörk fyrir FH og Britney Cots átta mörk.
Fram er í öðru sæti með átta stig en FH á botninum með núll stig.