Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. janúar 2021 16:20 Eitt gatið á rúðu á skrifstofu Samfylkingarinnar. Vísir/SigurjónÓ Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum. Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar skemmdarverk sem unnin voru á skrifstofu Samfylkingarinnar í nótt. Að minnsta kosti sex göt fundust á rúðum, sem virðast vera eftir skotvopn. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum og félagasamtökum undanfarið ár. Hjá Viðreisn í janúar 2020, Sjálfstæðisflokknum í maí 2020, Samtökum atvinnulífsins í september 2020 og nú hjá Samfylkingunni. Í öllum tilfellum voru skemmdir unnar með skotvopnum, líklega loftriffli. Skemmdir á Valhöll Það hefur gerst oftar en einu sinni að skemmdarverk hafa verið unnin á Valhöll með einhvers konar skotvopnum. Hins vegar er nokkuð síðan það gerðist síðast, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í dag mátti hins vegar sjá brotna rúðu, sem virðist vera eftir grjótkast. Ekki er vitað hvenær það skemmdarverk átti sér stað. Ein rúða í Valhöll hefur verið mölbrotin nýlega, líklega með grjóti.Vísir/Sigurjón Eldra mál hjá Pírötum Á skrifstofum Pírata í Síðumúla sjást einnig ummerki um skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin með skotvopnum eða einhverju öðru sem myndar lítil kringlótt göt. Á skrifstofu Pírata í Síðumúla má sjá örlítið gat á einni rúðunni.Vísir/Sigurjón „Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26 Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi. 22. janúar 2021 12:26
Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið. 22. janúar 2021 11:45