Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 14:33 Ragnar Valur Björgvinsson má ekki brjóta af sér næstu tvö árin ella fer hann í sex mánaða fangelsi. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum í áraraðir á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Fjallað var um deilur grannanna í fréttum Stöðvar 2 árið 2014. Ragnar bar því við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs umrætt sinn og því hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á rök verjanda Ragnars. Í niðurstöðu héraðsdóms árið 2019 nefndi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum í áraraðir á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Fjallað var um deilur grannanna í fréttum Stöðvar 2 árið 2014. Ragnar bar því við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs umrætt sinn og því hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á rök verjanda Ragnars. Í niðurstöðu héraðsdóms árið 2019 nefndi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17