RÚV eykur enn hlutdeild sína á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2021 09:45 Ríkisútvarpið eykur enn fyrirferð sína á auglýsingamarkaði, hlutdeild stofnunarinnar hækkaði milli ára úr 24 í 26 prósent. visir/vilhelm Tekjusamdráttur fjölmiðla er sem nemur sjö prósentum árið 2019 á föstu verðlagi. Fjórar af hverju tíu krónum fara til erlendra aðila. Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira