109 tilkynningar borist vegna gruns um aukaverkun Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 20:41 Lyfjastofnun segir að fjöldi tilkynninga segi ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu. Vísir/vilhelm Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti. Lyfjastofnun hefur útbúið nýja upplýsingasíðu á vef sínum um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar. Þar kemur meðal annars fram við hverju megi búast eftir bólusetningu og í hvaða tilfellum skuli hafa samband við lækni vegna gruns um aukaverkun. Á upplýsingasíðunni má sjá fjölda þeirra tilkynninga sem hafa borist en að sögn stofnunarinnar er mikilvægt að hafa í huga að fjöldi tilkynninga segi ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna. „Slíkar tilkynningar eru notaðar til að fylgjast með öryggi lyfja eftir að notkun þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort líkur séu á því að orsakasamband sé milli lyfjanotkunar og þess tilviks sem tilkynnt er. Þannig er ekki víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig.“ Hægt að reikna með vægum aukaverkunum Að sögn Lyfjastofnunar má búast við vægum og skammvinnum aukaverkunum sem yfirleitt eru með öllu skaðlausar fyrstu 1-2 dagana eftir bólusetningu. „Þetta geta t.d. verið óþægindi á stungustað, þreyta, höfuðverkur, verkir í vöðvum og liðum, kuldahrollur, hiti og ógleði. Þetta eru merki um að líkaminn sé að mynda ónæmissvar og að bóluefnið hafi tilætluð áhrif. Ekki þarf að hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.“ Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í Reykjavík síðdegis á mánudag að hugsanleg aukaverkun teljist alvarleg ef það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Þá sagði hún að ekki væri hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins og Pfizer/BioNTech. „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tiltölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Rúna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. 20. janúar 2021 07:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lyfjastofnun hefur útbúið nýja upplýsingasíðu á vef sínum um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar. Þar kemur meðal annars fram við hverju megi búast eftir bólusetningu og í hvaða tilfellum skuli hafa samband við lækni vegna gruns um aukaverkun. Á upplýsingasíðunni má sjá fjölda þeirra tilkynninga sem hafa borist en að sögn stofnunarinnar er mikilvægt að hafa í huga að fjöldi tilkynninga segi ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna. „Slíkar tilkynningar eru notaðar til að fylgjast með öryggi lyfja eftir að notkun þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort líkur séu á því að orsakasamband sé milli lyfjanotkunar og þess tilviks sem tilkynnt er. Þannig er ekki víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig.“ Hægt að reikna með vægum aukaverkunum Að sögn Lyfjastofnunar má búast við vægum og skammvinnum aukaverkunum sem yfirleitt eru með öllu skaðlausar fyrstu 1-2 dagana eftir bólusetningu. „Þetta geta t.d. verið óþægindi á stungustað, þreyta, höfuðverkur, verkir í vöðvum og liðum, kuldahrollur, hiti og ógleði. Þetta eru merki um að líkaminn sé að mynda ónæmissvar og að bóluefnið hafi tilætluð áhrif. Ekki þarf að hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.“ Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í Reykjavík síðdegis á mánudag að hugsanleg aukaverkun teljist alvarleg ef það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Þá sagði hún að ekki væri hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins og Pfizer/BioNTech. „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tiltölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Rúna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. 20. janúar 2021 07:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29
Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18
Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. 20. janúar 2021 07:01