Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 14:16 Saksóknarinnar Nicola Gratteri ræðir við blaðamenn. Hann segir 'Ndrangheta-mafíuna leitast eftir pólitískum áhrifum. AP/Valeria Ferraro Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. ‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum. Ítalía Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum.
Ítalía Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira