FCK-gersemin Ragnar Sigurðsson: „Þurfum fleira fólk eins og Ragnar í fótboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. janúar 2021 07:00 Ragnar lék marga stóra leiki með FCK. Þar á meðal í Meistaradeildinni gegn Real Madrid. getty/lars ronbog/valerio pennicino/denis doyle Ragnar Sigurðsson er ekki lengur leikmaður FCK en hann verður alltaf minnst sem einum af ástsælli leikmönnum félagsins. Svo miklum metum er hann hjá stuðningsmönnum liðsins eftir tæplega fjögurra ára veru, í tveimur hlutum. Ragnar gekk í síðustu viku til úkraínska liðsins Rukh Lviv, einu ári eftir endurkomuna til Kaupmannahafnar. Hann skrifaði undir samning fram á sumar í Úkraínu með möguleika á einu ári til viðbótar. Þegar tilkynnt var um að Ragnar hafi verið seldur til Úkraínu flykktust stuðningsmenn FCK bæði á Twitter og Facebook og kvöddu kappann. „Á, hjartað í mér,“ skrifaði einn og annar bætti við „Við þurfum fleira fólk eins og Ragnar í fótboltann.“ Vi har brug for flere folk som Ragnar i fodbold 🦁💙— ChiliConArne (@MikkelVenneberg) January 18, 2021 Saga Ragnar í Kaupmannahöfn er í raun einstök. Ekki margir knattspyrnumenn í Danmörku, og víðar, hafa skilað eins mikið eftir sig eins og Ragnar gerði í Danmörku eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg í maí 2011. Ragnar var fljótur að slá í gegn hjá Kaupmannahöfn, rétt eins og í Gautaborg, en frá fyrsta degi lagði hann sig mikið fram í að sýna stuðningsmönnum félagsins mikla virðingu. Ekki eru margir erlendir leikmenn sem koma til Kaupmannahafnarliðsins sem skilja eins mikið eftir sig. Fylkismaðurinn talaði opinskátt um hvað honum þætti vænt um borgina líka en ef eitthvað slær í gegn hjá stuðningsmönnum þessara félags þá er það þegar leikmenn tala vel um félagið og borgina. Virðingin fyrir borgina, Kaupmannahöfn, er nefnilega ansi stór partur. S12 byder Ragnar Sigurdsson velkommen tilbage i Telia Parken 🔵⚪️💪🏼 #fcklive #uel #eldk pic.twitter.com/XEF8j1E9ZX— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2020 „Ragnar mun vera minnst frá fyrra tíð sinni hjá félaginu, frá júlí 2011 til janúar 2014, þar sem hann var glimrandi varnarmaður,“ sagði ritstjóri Tipsbladet, Kenneth Jensen, er Vísir sló á þráðinn til hans og bað hann um að lýsa veru Ragnars í danska höfuðstaðnum. „Hann vann „bara“ einn meistaratitil og einn bikarmeistaratitil en Ragnar var og er enn vel liðinn í Kaupmannahöfn, ekki síst vegna þess að hann fór fremstur í baráttunni sinni og hvernig hann spilaði,“ bætti Kenneth við. Det bliver ikke til mere i denne omgang. FC København har solgt kultfiguren Ragnar Sigurdsson til Rukh Lviv. https://t.co/bpqgE8fTFd— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) January 18, 2021 Eins og Kenneth segir þá vann Ragnar „bara“ einn meistaratitil og einn bikarmeistaratitil í sinni fyrri tíð þar sem hann var í tvö og hálft ár. Hann myndaði frábært miðvarðarteymi með Sölva Geir Ottesen tímabilið 2011/2012 er liðið varð meistari. Í janúar 2014 lá leiðin hins vegar í rússneska boltann þar sem Krasnodar keypti hann. Eftir það var það enski boltinn, en hann lék með Rubin Kazan og Rostov áður en hann snéri aftur til FCK í janúar 2020. Hann lék ekki marga deildarleiki fyrri part árs en hann var lykilþáttur í því að FCK sló út Celtic í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann og Victor Nelsson spiluðu frábærlega í sigri FCK á útivelli er þeir slógu óvænt út Skotana. VICTORY!!! #uel #fcklive #eldk pic.twitter.com/Jofqnlbbse— F.C. København (@FCKobenhavn) February 27, 2020 Ragnar hafði einungis spilað tvo leiki í dönsku úrvalsdeildinni áður en hann yfirgaf félagið nú í janúar. Það var þá líklegt að eftir að Ståle Solbakken var rekinn í október og Jess Thorup tók við liðinu að hann vildi hreinsa til í hópnum. Ragnar er einnig kominn á sín eldri ár og vill spila fótbolta reglulega, eins og hann sagði sjálfur í viðtali eftir að hann fór. Nú bíður Ragnar nýtt ævintýri í Úkraínu. Varnarmaðurinn úr Árbæ, sem er með FCK stuðningsmanna húðflúr, verður seint, mögulega aldrei gleymdur í höfuðborg Danmerkur. Svo vinsæll er hann. View this post on Instagram A post shared by @sykurson Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. 18. janúar 2021 17:02 Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Ragnar gekk í síðustu viku til úkraínska liðsins Rukh Lviv, einu ári eftir endurkomuna til Kaupmannahafnar. Hann skrifaði undir samning fram á sumar í Úkraínu með möguleika á einu ári til viðbótar. Þegar tilkynnt var um að Ragnar hafi verið seldur til Úkraínu flykktust stuðningsmenn FCK bæði á Twitter og Facebook og kvöddu kappann. „Á, hjartað í mér,“ skrifaði einn og annar bætti við „Við þurfum fleira fólk eins og Ragnar í fótboltann.“ Vi har brug for flere folk som Ragnar i fodbold 🦁💙— ChiliConArne (@MikkelVenneberg) January 18, 2021 Saga Ragnar í Kaupmannahöfn er í raun einstök. Ekki margir knattspyrnumenn í Danmörku, og víðar, hafa skilað eins mikið eftir sig eins og Ragnar gerði í Danmörku eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg í maí 2011. Ragnar var fljótur að slá í gegn hjá Kaupmannahöfn, rétt eins og í Gautaborg, en frá fyrsta degi lagði hann sig mikið fram í að sýna stuðningsmönnum félagsins mikla virðingu. Ekki eru margir erlendir leikmenn sem koma til Kaupmannahafnarliðsins sem skilja eins mikið eftir sig. Fylkismaðurinn talaði opinskátt um hvað honum þætti vænt um borgina líka en ef eitthvað slær í gegn hjá stuðningsmönnum þessara félags þá er það þegar leikmenn tala vel um félagið og borgina. Virðingin fyrir borgina, Kaupmannahöfn, er nefnilega ansi stór partur. S12 byder Ragnar Sigurdsson velkommen tilbage i Telia Parken 🔵⚪️💪🏼 #fcklive #uel #eldk pic.twitter.com/XEF8j1E9ZX— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2020 „Ragnar mun vera minnst frá fyrra tíð sinni hjá félaginu, frá júlí 2011 til janúar 2014, þar sem hann var glimrandi varnarmaður,“ sagði ritstjóri Tipsbladet, Kenneth Jensen, er Vísir sló á þráðinn til hans og bað hann um að lýsa veru Ragnars í danska höfuðstaðnum. „Hann vann „bara“ einn meistaratitil og einn bikarmeistaratitil en Ragnar var og er enn vel liðinn í Kaupmannahöfn, ekki síst vegna þess að hann fór fremstur í baráttunni sinni og hvernig hann spilaði,“ bætti Kenneth við. Det bliver ikke til mere i denne omgang. FC København har solgt kultfiguren Ragnar Sigurdsson til Rukh Lviv. https://t.co/bpqgE8fTFd— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) January 18, 2021 Eins og Kenneth segir þá vann Ragnar „bara“ einn meistaratitil og einn bikarmeistaratitil í sinni fyrri tíð þar sem hann var í tvö og hálft ár. Hann myndaði frábært miðvarðarteymi með Sölva Geir Ottesen tímabilið 2011/2012 er liðið varð meistari. Í janúar 2014 lá leiðin hins vegar í rússneska boltann þar sem Krasnodar keypti hann. Eftir það var það enski boltinn, en hann lék með Rubin Kazan og Rostov áður en hann snéri aftur til FCK í janúar 2020. Hann lék ekki marga deildarleiki fyrri part árs en hann var lykilþáttur í því að FCK sló út Celtic í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann og Victor Nelsson spiluðu frábærlega í sigri FCK á útivelli er þeir slógu óvænt út Skotana. VICTORY!!! #uel #fcklive #eldk pic.twitter.com/Jofqnlbbse— F.C. København (@FCKobenhavn) February 27, 2020 Ragnar hafði einungis spilað tvo leiki í dönsku úrvalsdeildinni áður en hann yfirgaf félagið nú í janúar. Það var þá líklegt að eftir að Ståle Solbakken var rekinn í október og Jess Thorup tók við liðinu að hann vildi hreinsa til í hópnum. Ragnar er einnig kominn á sín eldri ár og vill spila fótbolta reglulega, eins og hann sagði sjálfur í viðtali eftir að hann fór. Nú bíður Ragnar nýtt ævintýri í Úkraínu. Varnarmaðurinn úr Árbæ, sem er með FCK stuðningsmanna húðflúr, verður seint, mögulega aldrei gleymdur í höfuðborg Danmerkur. Svo vinsæll er hann. View this post on Instagram A post shared by @sykurson
Danski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. 18. janúar 2021 17:02 Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. 18. janúar 2021 17:02
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27