Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 12:21 Að óbreyttu spá forráðamenn ferðaþjónustunnar að sex til sjöhundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á þessu ári en þeir voru tvær milljónir í fyrra. Ferðamálaráðherra segir stöðuna ekki einungis ráðast af gangi bólusetninga innanlands heldur einnig af ástandi mála í öðrum löndum. Sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi þaðan sem flestir ferðamenn hafa komið. Vilhelm/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti áhyggjum sínum af stöðu ferðaþjónustunnar á komandi sumri í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun ef ekki tækist að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar fyrir sumarið. „Samkvæmt bestu spá Samtaka ferðaþjónustunnar gera þau ráð fyrir um sex til sjöhundruð þúsund ferðamönnum á árinu — samkvæmt bestu spá. Þeir voru tvær milljónir árið 2019. Þetta byggir á því að ytri landamæri Schengen opni fyrir vorið þannig að við getum tekið á móti ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er mikil óvissa á ferð,” sagði Hanna Katrín. Samherjamálið rætt á AlþingiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hún spurði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur ferðamálaráðherra hvernig stjórnvöld hygðust styrja ferðaþjónustuna á næstu mánuðum, þar sem viðspyrnukrafur ferðaþjónustunnar færi þverrandi. Svör ríkisstjórnarinnar hefðu verið mjög óskýr hingað til um aðgerðir til skemmri tíma. „Fari svo að bólusetningar verði ekki klárar fyrir sumarbyrjun, hver eru skilaboð hæstv. ráðherra til ferðaþjónustufyrirtækja og til fyrirtækja í veitingahúsa- og öldurhúsarekstri,” spurði Hanna Katrín. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni enda hafi þau tröllatrú á framtíð hennar.Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra sagði stöðuna hér einnig ráðast af þróun mála í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mín skilaboð til ferðaþjónustunnar og afleiddra starfsgreina innan hennar eru einfaldlega: Við stöndum með ykkur, það höfum við sýnt það í verki. Við erum með augun á boltanum. Við erum tilbúin að hlusta, við erum að taka ákvarðanir. Við erum að styðja við ykkur af því að við höfum tröllatrú á íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar,” sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir. Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti áhyggjum sínum af stöðu ferðaþjónustunnar á komandi sumri í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun ef ekki tækist að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar fyrir sumarið. „Samkvæmt bestu spá Samtaka ferðaþjónustunnar gera þau ráð fyrir um sex til sjöhundruð þúsund ferðamönnum á árinu — samkvæmt bestu spá. Þeir voru tvær milljónir árið 2019. Þetta byggir á því að ytri landamæri Schengen opni fyrir vorið þannig að við getum tekið á móti ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er mikil óvissa á ferð,” sagði Hanna Katrín. Samherjamálið rætt á AlþingiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hún spurði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur ferðamálaráðherra hvernig stjórnvöld hygðust styrja ferðaþjónustuna á næstu mánuðum, þar sem viðspyrnukrafur ferðaþjónustunnar færi þverrandi. Svör ríkisstjórnarinnar hefðu verið mjög óskýr hingað til um aðgerðir til skemmri tíma. „Fari svo að bólusetningar verði ekki klárar fyrir sumarbyrjun, hver eru skilaboð hæstv. ráðherra til ferðaþjónustufyrirtækja og til fyrirtækja í veitingahúsa- og öldurhúsarekstri,” spurði Hanna Katrín. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni enda hafi þau tröllatrú á framtíð hennar.Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra sagði stöðuna hér einnig ráðast af þróun mála í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mín skilaboð til ferðaþjónustunnar og afleiddra starfsgreina innan hennar eru einfaldlega: Við stöndum með ykkur, það höfum við sýnt það í verki. Við erum með augun á boltanum. Við erum tilbúin að hlusta, við erum að taka ákvarðanir. Við erum að styðja við ykkur af því að við höfum tröllatrú á íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar,” sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir.
Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26
Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48
Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46