Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 09:03 Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs HÍ (t.h.), segir að mest tjón hafi orðið á Gimli og Háskólatorgi. Mynd innan úr síðarnefndu byggingunni sést til vinstri. Samsett/Arnar/HÍ Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans. Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans.
Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38
Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26