Kópavogsbúa óheimilt að vakta lóð fjölbýlishúss og birta efnið á YouTube Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 09:25 Maðurinn sagði að kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúa í fjölbýlishúsi í Kópavogi var óheimilt að setja upp myndavélar sem beindust meðal annars að stéttinni fyrir framan útihurð hússins, sameiginlegum garði og innkeyrslu. Þá var manninum sömuleiðis óheimilt að birta efni úr umræddum myndavélunum á YouTube án samþykkis nágranna. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag. Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag.
Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira