Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 23:46 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30