Í tilkynnigu frá félaginu segir að þessi ákvörðun sé í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuðáherslu á flugrekstur sem kjarnastarfsemi félagsins. Iceland Travel sé rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki og leiðandi í þjónustu til ferðamanna hér á landi. Íslandsbanki muni veita Icelandair Group ráðgjöf og hafa umsjón með söluferlinu.

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group að salan sé í takti við stefnu Icelandair.
„Iceland Travel hefur verið leiðandi á sínu sviði í áratugi og mun halda áfram að sinna því hlutverki um leið og aðstæður batna og eftirspurn eftir ferðalögum á milli landa eykst á ný. Það er ljóst að í kjölfar heimsfaraldursins verða tækifæri til hagræðingar í íslenskri ferðaþjónustu og ég tel að þar geti Iceland Travel, sem býður heildstæða þjónustu til ferðamanna, verið í lykilhlutverki," segir Bogi Nils.