Yfir 300 hundruð þúsund manns vöktuðu flug Özil til Tyrklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 08:31 Mesut Özil með fjölskyldu sinni við komuna til Istanbul. Fenerbahce Það er óhætt að segja að það sé mikil spenna og mikill áhugi á komu Mesut Özil í tyrkneska boltann. Mesut Özil kvaddi liðsfélaga sína hjá Arsenal á sunnudagsmorguninn en hann hefur loksins náð starfslokasamningi við Arsenal og mun ganga til liðs við tyrkneska félagið Fenerbahce. Özil hefur ekkert fengið að spila hjá Arsenal í næstum því heilt ár en samningur hans við Arsenal átti að renna út í sumar. Samkvæmt fréttum frá Tyrklandi þá er Fenerbahce tilbúið að greiða honum 65 þúsund pund í vikulaun eða 11,5 milljónir íslenskra króna. Hann var með 350 þúsund pund í vikulaun hjá Arsenal eða tæpar 62 milljónir króna. Over 300,000 people tracked Mesut Ozil's flight ahead of his 'dream' transfer to Fenerbahce. Absolutely bonkers No one is more committed than football fans https://t.co/OXikAMt1Yr— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Tyrkir eru þekktir fyrir að taka vel á móti knattspyrnustjörnum sínum og það voru greinilega margir sem ætluðu ekki að missa af komu Özil til Istanbul. Mesut Özil sett mynd af flugvélinni á samfélagsmiðla og á meðan á fluginu stóð þá fylgdust yfir þrjú hundruð þúsund manns með leið flugvélarinnar á netinu. Özil gaf það út í gær að hann sé orðinn leikmaður Fenerbahce og fær því væntanlega að spila fótbolta á ný á næstunni. I grew up as a @Fenerbahce fan as a kid in Germany - every German-Turkish person supports a Turkish team when they grow up in Germany. And mine was Fenerbahce. Fenerbahce is like Real Madrid in Spain. The biggest club in the country https://t.co/Y3hEba79IO— Mesut Özil (@MesutOzil1088) January 11, 2021 „Ég er svo ánægður. Ég er stuðningsmaður Fenerbahce. Guð vildi að ég spilaði fótbolta með Fenerbahce. Ég er stoltur,“ sagði Mesut Özil í viðtali við NTV áður en hann fór í læknisskoðun. „Ég er að koma í kvöld með fjölskyldu minni til Istanbul. Ég vil þakka guði fyrir að fá þetta tækifæri til að spila fyrir þetta félaga. Ég mun klæðast treyju liðsins stoltur,“ sagði Özil. Mesut Özil ætlaði að spila í treyju númer 67 af því að heimabær hans í Tyrklandi, Zonguldak, hefur póstnúmerið 67. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Mesut Özil kvaddi liðsfélaga sína hjá Arsenal á sunnudagsmorguninn en hann hefur loksins náð starfslokasamningi við Arsenal og mun ganga til liðs við tyrkneska félagið Fenerbahce. Özil hefur ekkert fengið að spila hjá Arsenal í næstum því heilt ár en samningur hans við Arsenal átti að renna út í sumar. Samkvæmt fréttum frá Tyrklandi þá er Fenerbahce tilbúið að greiða honum 65 þúsund pund í vikulaun eða 11,5 milljónir íslenskra króna. Hann var með 350 þúsund pund í vikulaun hjá Arsenal eða tæpar 62 milljónir króna. Over 300,000 people tracked Mesut Ozil's flight ahead of his 'dream' transfer to Fenerbahce. Absolutely bonkers No one is more committed than football fans https://t.co/OXikAMt1Yr— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Tyrkir eru þekktir fyrir að taka vel á móti knattspyrnustjörnum sínum og það voru greinilega margir sem ætluðu ekki að missa af komu Özil til Istanbul. Mesut Özil sett mynd af flugvélinni á samfélagsmiðla og á meðan á fluginu stóð þá fylgdust yfir þrjú hundruð þúsund manns með leið flugvélarinnar á netinu. Özil gaf það út í gær að hann sé orðinn leikmaður Fenerbahce og fær því væntanlega að spila fótbolta á ný á næstunni. I grew up as a @Fenerbahce fan as a kid in Germany - every German-Turkish person supports a Turkish team when they grow up in Germany. And mine was Fenerbahce. Fenerbahce is like Real Madrid in Spain. The biggest club in the country https://t.co/Y3hEba79IO— Mesut Özil (@MesutOzil1088) January 11, 2021 „Ég er svo ánægður. Ég er stuðningsmaður Fenerbahce. Guð vildi að ég spilaði fótbolta með Fenerbahce. Ég er stoltur,“ sagði Mesut Özil í viðtali við NTV áður en hann fór í læknisskoðun. „Ég er að koma í kvöld með fjölskyldu minni til Istanbul. Ég vil þakka guði fyrir að fá þetta tækifæri til að spila fyrir þetta félaga. Ég mun klæðast treyju liðsins stoltur,“ sagði Özil. Mesut Özil ætlaði að spila í treyju númer 67 af því að heimabær hans í Tyrklandi, Zonguldak, hefur póstnúmerið 67.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira