Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 15:06 Albert Sveinsson skipstjóri. Myndin var tekin um borð í Víkingi AK í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn 2016. Stöð 2 Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. „Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21