NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 15:01 Zion Williamson treður boltanum með tilþrifum í nótt. AP/Rich Pedroncelli Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021) NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021)
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn