Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 12:21 Staðsetning leitarskipanna í hádeginu í dag. Hvítur er Polar Amaroq, bleikur Ásgrímur Halldórsson og blár Bjarni Ólafsson. Hafrannsóknastofnun Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38
Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37