Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 12:21 Staðsetning leitarskipanna í hádeginu í dag. Hvítur er Polar Amaroq, bleikur Ásgrímur Halldórsson og blár Bjarni Ólafsson. Hafrannsóknastofnun Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Sjá meira
Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Sjá meira
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38
Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37