„Ég er bara mjög ánægð að hann drap mig ekki“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:35 Heiðdís Rós hefur verið búsett erlendis síðustu ár og sínir frá lífi sínu á samfélagsmiðlum. Á Instagram má finna hana undir nafninu Heiðdís Rós Makeup artist. Instagram/@hrosmakeup Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir hvetur konur sem eru í ofbeldisfullum samböndum að vera sterkar, það sé alltaf ljós eftir myrkrið. Hún hefur nú opnað sig um sambandsslitin sín og andlega og líkamlega ofbeldið sem hún varð fyrir í sambandinu. Einnig ræddi hún um unglingsárin, sjálfsvígshugsanir og fleira. Heiðdís var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. „Ég redda mér alltaf einhvern veginn. Ég held að það sé vegna þess að ég er mjög jákvæð manneskja og læt ekki erfiðleika stoppa mig.“ Heiðdís er stödd í Miami þar sem hún starfar á næturklúbbum. Hún segist vera á miklu betri stað í dag heldur en hún var 2019, þegar hún fór í gegnum erfið sambandsslit. „Þetta var ekki bara mitt break up heldur var þetta alþjóðlegt break up. Þetta var miklu meira en að segja það. Það er ekkert auðvelt að vera í sviðsljósinu þegar kemur að svona hlutum,“ segir hún. Lögð í einelti á Íslandi Lilja Björg Gísladóttir, annar þáttastjórnandinn, þakkaði Heiðdísi fyrir hugrekkið sitt. Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify, Youtube og fleiri efnisveitum og í spilaranum hér neðar í fréttinni. Þáttastjórnendur eru Unnur Eggertsdóttir og Lilja Björg Gísladóttir. Þær hrósuðu Heiðdísi fyrir hugrekkið. „Þú ert með mjög sterk bein, það er alveg ljóst,“ sagði Lilja Björg meðal annars í viðtalinu. „Ég hef vitað síðan ég var lítil að ég hef alltaf verið öðruvísi. Mér leið ekkert vel á Íslandi, ég var lögð í þvílíkt einelti. Sérstaklega á unglingsárunum leið mér ekkert vel þarna, ég var í sjálfsmorðshugleiðingum og alls konar.“ Þær Unnur og Lilja tóku viðtal við Heiðdísi í gegnum myndsímtal þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum.Skjáskot Fékk morðhótanir eftir sambandsslitin Heiðdís segist hafa áttað sig á því að hún væri öðruvísi en allir aðrir, en að henni hafi verið alveg sama. „Mig langar bara að vera ég, þótt það sé ekkert auðvelt að vera ég samt." Hún segist hafa fengið morðhótanir og hryllileg skilaboð í kjölfar sambandsslitanna við fyrrum unnusta. „Fólk var að segja „Af hverju drepurðu þig ekki bara?“ Það vissi ekkert hvað ég var að ganga í gegnum, það fékk bara að sjá hans sögu í íslenskum fjölmiðlum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiddis Ros Make up artist (@hrosmakeup) Heiðdís reyndi oft að fara frá fyrrverandi kærastanum en segir að hann hafi ítrekað hótað henni og sagst ætla að eyðileggja mannorð hennar. „Þegar ég fór loksins frá honum var það af því að hann braut í mér löppina. Hann og frændi hans voru að rífast og ég reyndi að koma á milli, og fóturinn minn fór undir hurðina hans og ég braut á mér löppina. Ég þurfti að vera í gifsi og á hækjum í níu vikur.“ Elskaði hann mikið Í gegnum tárin segir Heiðdís frá því þegar hann hafi hent henni út þegar hún var enn á hækjum og hún hafi fengið mótelherbergi í gegnum vin sinn. „Við hættum saman í einhverja viku og svo sá hann hvar ég var að gista og sagði „Þú getur ekki verið hér“ og fór með mig aftur heim. Ég veit alveg ekki af hverju ég var með honum. Ég bara elskaði hann svo mikið. Fólk skilur ekki sem er ekki í ofbeldishneigðu sambandi, þessi sambönd eru oft rosalega „passionate“ og hann er tveir persónuleikar. Stundum vorum við að hafa gaman og elda saman, og svo allt í einu „snappar“ hann og öskrar á mig að ég sé ógeðsleg og viðbjóður. Þetta var ótrúlega mikið andlegt ofbeldi. Ég er bara mjög ánægð að hann drap mig ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Heiddis Ros Make up artist (@hrosmakeup) Unnur hrósaði Heiðdísi fyrir að tala svona opinskátt um sín mál. „Það eru kannski aðrar stelpur sem finna styrk í því og sjá hvað þú ert miklu sterkari í dag. Að sýna bara, það er hægt að komast í gegnum þetta, yfirgefa svona sambönd og vera sterkari hinum megin við myrkrið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, viðtalið við Heiðdísi Rós hefst á elleftu mínútu. Ekki gefast upp Heiðdís er þakklátt fyrir að hafa ekki átt barn með sínum fyrrverandi. „Ég varð ólétt á þessum tíma og ég sagði honum að ég væri ólétt og þá hvarf hann í 79 klukkutíma. Hann var að halda fram hjá mér á þessum tíma og kom meira að segja með stelpur heim til okkar. Ég var að sjá um hann, ég var að vinna, hann var ekki að vinna. Hann keyrði einhverjar Uber ferðir en var svo bara að reykja gras.“ Að lokum óskaði Heiðdís eftir því að segja við stelpur sem eru á þeim stað sem hún var, að það er ljós á bakvið svörtu hliðina. „Reynið að vera sterk. Og ekki gefast upp, það er allt mögulegt í heiminum. Viltu flytja til LA eða viltu flytja til Miami, eða viltu stofna þitt eigið fyrirtæki, það er allt mögulegt. Bara hafa trú á sjálfri þér og aldrei gefast upp. Það geta allir verið hetjur og það geta allir verið á Forbes list.“ Hún er mjög spennt fyrir þessu ári og hlakkar til að sýna hvað í sér býr. „Fólk getur ekki talað skít lengur.“ Hægt er að fylgjast með Unni og Lilju í Fantasíusvítunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Fantasi usvi tan (@fantasiusvitan) Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Heiðdís var í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. „Ég redda mér alltaf einhvern veginn. Ég held að það sé vegna þess að ég er mjög jákvæð manneskja og læt ekki erfiðleika stoppa mig.“ Heiðdís er stödd í Miami þar sem hún starfar á næturklúbbum. Hún segist vera á miklu betri stað í dag heldur en hún var 2019, þegar hún fór í gegnum erfið sambandsslit. „Þetta var ekki bara mitt break up heldur var þetta alþjóðlegt break up. Þetta var miklu meira en að segja það. Það er ekkert auðvelt að vera í sviðsljósinu þegar kemur að svona hlutum,“ segir hún. Lögð í einelti á Íslandi Lilja Björg Gísladóttir, annar þáttastjórnandinn, þakkaði Heiðdísi fyrir hugrekkið sitt. Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify, Youtube og fleiri efnisveitum og í spilaranum hér neðar í fréttinni. Þáttastjórnendur eru Unnur Eggertsdóttir og Lilja Björg Gísladóttir. Þær hrósuðu Heiðdísi fyrir hugrekkið. „Þú ert með mjög sterk bein, það er alveg ljóst,“ sagði Lilja Björg meðal annars í viðtalinu. „Ég hef vitað síðan ég var lítil að ég hef alltaf verið öðruvísi. Mér leið ekkert vel á Íslandi, ég var lögð í þvílíkt einelti. Sérstaklega á unglingsárunum leið mér ekkert vel þarna, ég var í sjálfsmorðshugleiðingum og alls konar.“ Þær Unnur og Lilja tóku viðtal við Heiðdísi í gegnum myndsímtal þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum.Skjáskot Fékk morðhótanir eftir sambandsslitin Heiðdís segist hafa áttað sig á því að hún væri öðruvísi en allir aðrir, en að henni hafi verið alveg sama. „Mig langar bara að vera ég, þótt það sé ekkert auðvelt að vera ég samt." Hún segist hafa fengið morðhótanir og hryllileg skilaboð í kjölfar sambandsslitanna við fyrrum unnusta. „Fólk var að segja „Af hverju drepurðu þig ekki bara?“ Það vissi ekkert hvað ég var að ganga í gegnum, það fékk bara að sjá hans sögu í íslenskum fjölmiðlum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiddis Ros Make up artist (@hrosmakeup) Heiðdís reyndi oft að fara frá fyrrverandi kærastanum en segir að hann hafi ítrekað hótað henni og sagst ætla að eyðileggja mannorð hennar. „Þegar ég fór loksins frá honum var það af því að hann braut í mér löppina. Hann og frændi hans voru að rífast og ég reyndi að koma á milli, og fóturinn minn fór undir hurðina hans og ég braut á mér löppina. Ég þurfti að vera í gifsi og á hækjum í níu vikur.“ Elskaði hann mikið Í gegnum tárin segir Heiðdís frá því þegar hann hafi hent henni út þegar hún var enn á hækjum og hún hafi fengið mótelherbergi í gegnum vin sinn. „Við hættum saman í einhverja viku og svo sá hann hvar ég var að gista og sagði „Þú getur ekki verið hér“ og fór með mig aftur heim. Ég veit alveg ekki af hverju ég var með honum. Ég bara elskaði hann svo mikið. Fólk skilur ekki sem er ekki í ofbeldishneigðu sambandi, þessi sambönd eru oft rosalega „passionate“ og hann er tveir persónuleikar. Stundum vorum við að hafa gaman og elda saman, og svo allt í einu „snappar“ hann og öskrar á mig að ég sé ógeðsleg og viðbjóður. Þetta var ótrúlega mikið andlegt ofbeldi. Ég er bara mjög ánægð að hann drap mig ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Heiddis Ros Make up artist (@hrosmakeup) Unnur hrósaði Heiðdísi fyrir að tala svona opinskátt um sín mál. „Það eru kannski aðrar stelpur sem finna styrk í því og sjá hvað þú ert miklu sterkari í dag. Að sýna bara, það er hægt að komast í gegnum þetta, yfirgefa svona sambönd og vera sterkari hinum megin við myrkrið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, viðtalið við Heiðdísi Rós hefst á elleftu mínútu. Ekki gefast upp Heiðdís er þakklátt fyrir að hafa ekki átt barn með sínum fyrrverandi. „Ég varð ólétt á þessum tíma og ég sagði honum að ég væri ólétt og þá hvarf hann í 79 klukkutíma. Hann var að halda fram hjá mér á þessum tíma og kom meira að segja með stelpur heim til okkar. Ég var að sjá um hann, ég var að vinna, hann var ekki að vinna. Hann keyrði einhverjar Uber ferðir en var svo bara að reykja gras.“ Að lokum óskaði Heiðdís eftir því að segja við stelpur sem eru á þeim stað sem hún var, að það er ljós á bakvið svörtu hliðina. „Reynið að vera sterk. Og ekki gefast upp, það er allt mögulegt í heiminum. Viltu flytja til LA eða viltu flytja til Miami, eða viltu stofna þitt eigið fyrirtæki, það er allt mögulegt. Bara hafa trú á sjálfri þér og aldrei gefast upp. Það geta allir verið hetjur og það geta allir verið á Forbes list.“ Hún er mjög spennt fyrir þessu ári og hlakkar til að sýna hvað í sér býr. „Fólk getur ekki talað skít lengur.“ Hægt er að fylgjast með Unni og Lilju í Fantasíusvítunni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Fantasi usvi tan (@fantasiusvitan)
Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira