Sara ánægð með æfingarnar með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru miklir félagar. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í hópi þekktasta CrossFit fólks heims. Þrátt fyrir ólíka stíla og þjálfunaraðferðir þá vilja þau æfa reglulega saman. Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira