Sara ánægð með æfingarnar með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru miklir félagar. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í hópi þekktasta CrossFit fólks heims. Þrátt fyrir ólíka stíla og þjálfunaraðferðir þá vilja þau æfa reglulega saman. Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira