Sara ánægð með æfingarnar með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru miklir félagar. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í hópi þekktasta CrossFit fólks heims. Þrátt fyrir ólíka stíla og þjálfunaraðferðir þá vilja þau æfa reglulega saman. Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira