Finninn fljúgandi og félagar áttu svar við stórleik Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 07:00 Luka Doncic gengur niðurlútur af velli í tapinu á móti Chicago Bulls. AP/Ron Jenkins Chicago Bulls, New York Knicks og New Orleans Pelicans tókst öllum að enda langa taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Luka Doncic átti stórleik en það var langt frá því að duga Dallas Mavericks á heimavelli á móti Chicago Bulls. Doncic var ekki sá eini í NBA deildinni í nótt þar sem stórleikur dugði liði þeirra skammt. Luka Doncic skoraði 30 stig í fyrri hálfleik og endaði með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 117-101 á móti Chicago Bulls. 36 points.16 rebounds.15 assists.@luka7doncic puts up the 4th 35+ PT, 15+ REB, 15+ AST game in NBA history. pic.twitter.com/PrCmf8Lsge— NBA (@NBA) January 17, 2021 Finninn Lauri Markkanen átti mjög góðan leik og var með 29 stig og 10 fráköst og þá skoraði Garrett Temple 15 af 21 stigi sínum í öðrum leikhlutanum. Chicago tókst að enda fjögurra leikja taphrinu með þessum sigri. Lauri Markkanen missti af sjö leikjum vegna kórónuveirunnar en átti sinn besta leik á tímabilinu. Doncic fékk litla hjálp frá félögum sínum en liðið var með fimm leikmenn í sóttkví og Tim Hardaway Jr. fór að auki meiddur af velli. Kristaps Porzingis var þó með og skoraði 20 stig en hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Lauri goes for 29 PTS, 10 REB @MarkkanenLauri's double-double powers the @chicagobulls to victory in Dallas. #BullsNation pic.twitter.com/iTyL96DsqP— NBA (@NBA) January 17, 2021 Julius Randle var með 20 stig og 12 fráköst og RJ Barrett var með 19 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði fimm leikja taphrinu með 105-74 stórsigri á Boston Celtics. Jaylen Brown skoraði 25 stig fyrir Boston og Kemba Walker (9 stig á 20 mínútum) lék sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa misst af 11 fyrstu leikjunum. Jayson Tatum er með kórónuveiruna og missti af öðrum leiknum í röð. Það voru fleiri en Luka Doncic sem þurfti að sætta sig við tap á heimavelli þrátt fyrir að eiga stórleik. Nikola Jokic var með 35 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar en Denver Nuggets tapaði samt fyrir Utah Jazz. De'Aaron Fox var líka magnaður með 43 stig og 13 stoðsendingar en Sacramento Kings tapaði engu að síður fyrir New Orleans Pelicans. Career-high 43 points 13 assists 4 stealsHUGE game for @swipathefox. pic.twitter.com/YqzJN9zahQ— NBA (@NBA) January 18, 2021 Zion Williamson var með 31 stig, Brandon Ingram skoraði 22 stig og Eric Bledsoe var með 21 stig þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings og endaði með því fimm leikja taphrinu. Umræddur De'Aaron Fox átti sinn besta leik á ferlinum og því svekkjandi fyrir hann að tapa leiknum. ZION goes 13-15 @Zionwilliamson's 31 PTS power the @PelicansNBA to victory. #WontBowDown pic.twitter.com/mnEo2nsNq7— NBA (@NBA) January 18, 2021 Jordan Clarkson skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz og Donovan Mitchell var með 18 stig þegar Utah Jazz vann 109-105 sigur á Denver Nuggets. Auk stórleiks hjá Jokic þá var Jamal Murray með 30 stig þar af 24 í fyrri hálfleiknum. Paul George, Luke Kennard og Marcus Morris voru allir með 20 stig í öruggum 129-96 sigri Los Angeles Clippers á Indiana Pacers en Kawhi Leonard var með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Doug McDermott skoraði 23 stig fyrir Indiana og Domantas Sabonis var með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Luka Doncic átti stórleik en það var langt frá því að duga Dallas Mavericks á heimavelli á móti Chicago Bulls. Doncic var ekki sá eini í NBA deildinni í nótt þar sem stórleikur dugði liði þeirra skammt. Luka Doncic skoraði 30 stig í fyrri hálfleik og endaði með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 117-101 á móti Chicago Bulls. 36 points.16 rebounds.15 assists.@luka7doncic puts up the 4th 35+ PT, 15+ REB, 15+ AST game in NBA history. pic.twitter.com/PrCmf8Lsge— NBA (@NBA) January 17, 2021 Finninn Lauri Markkanen átti mjög góðan leik og var með 29 stig og 10 fráköst og þá skoraði Garrett Temple 15 af 21 stigi sínum í öðrum leikhlutanum. Chicago tókst að enda fjögurra leikja taphrinu með þessum sigri. Lauri Markkanen missti af sjö leikjum vegna kórónuveirunnar en átti sinn besta leik á tímabilinu. Doncic fékk litla hjálp frá félögum sínum en liðið var með fimm leikmenn í sóttkví og Tim Hardaway Jr. fór að auki meiddur af velli. Kristaps Porzingis var þó með og skoraði 20 stig en hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Lauri goes for 29 PTS, 10 REB @MarkkanenLauri's double-double powers the @chicagobulls to victory in Dallas. #BullsNation pic.twitter.com/iTyL96DsqP— NBA (@NBA) January 17, 2021 Julius Randle var með 20 stig og 12 fráköst og RJ Barrett var með 19 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði fimm leikja taphrinu með 105-74 stórsigri á Boston Celtics. Jaylen Brown skoraði 25 stig fyrir Boston og Kemba Walker (9 stig á 20 mínútum) lék sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa misst af 11 fyrstu leikjunum. Jayson Tatum er með kórónuveiruna og missti af öðrum leiknum í röð. Það voru fleiri en Luka Doncic sem þurfti að sætta sig við tap á heimavelli þrátt fyrir að eiga stórleik. Nikola Jokic var með 35 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar en Denver Nuggets tapaði samt fyrir Utah Jazz. De'Aaron Fox var líka magnaður með 43 stig og 13 stoðsendingar en Sacramento Kings tapaði engu að síður fyrir New Orleans Pelicans. Career-high 43 points 13 assists 4 stealsHUGE game for @swipathefox. pic.twitter.com/YqzJN9zahQ— NBA (@NBA) January 18, 2021 Zion Williamson var með 31 stig, Brandon Ingram skoraði 22 stig og Eric Bledsoe var með 21 stig þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings og endaði með því fimm leikja taphrinu. Umræddur De'Aaron Fox átti sinn besta leik á ferlinum og því svekkjandi fyrir hann að tapa leiknum. ZION goes 13-15 @Zionwilliamson's 31 PTS power the @PelicansNBA to victory. #WontBowDown pic.twitter.com/mnEo2nsNq7— NBA (@NBA) January 18, 2021 Jordan Clarkson skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz og Donovan Mitchell var með 18 stig þegar Utah Jazz vann 109-105 sigur á Denver Nuggets. Auk stórleiks hjá Jokic þá var Jamal Murray með 30 stig þar af 24 í fyrri hálfleiknum. Paul George, Luke Kennard og Marcus Morris voru allir með 20 stig í öruggum 129-96 sigri Los Angeles Clippers á Indiana Pacers en Kawhi Leonard var með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Doug McDermott skoraði 23 stig fyrir Indiana og Domantas Sabonis var með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn