Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 18:21 Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands fyrir stuttu. Twitter Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08