Búast ekki við að rýmingu verði aflétt strax Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 10:17 Frá Seyðisfirði í desember síðastliðnum. Ákveðið var að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár í gær. Vísir/Egill Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag. „Það gæti aukist. Við fylgjumst með í dag, við höfum ekki séð neinar breytingar á neinu. Við erum á vaktinni og fylgjumst með og tökum stöðuna jafnóðum,“ segir Sveinn Brynjólfsson hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar í samtali við Vísi. Hann segist ekki búast við því að rýmingu verði aflétt strax en sérfræðingar meti næstu skref. „Við erum bara að funda um stöðuna og horfa á þessi mæltitæki sem við höfum, úrkomumælana og tala við heimamenn hvort þeir sjái einhverjar hreyfingar,“ segir Sveinn. „Það er allt með kyrrum kjörum eins og er.“ Rýmingin var lögð til í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum er reiknað með því að rýming vegna skriðuhættu á Seyðisfirði verði á næstu vikum lögð til í ákveðnum skrefum eftir því sem meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. „Þessi reynsla fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar nýafstaðinnar skriðuhrinu og því er lögð til rýming við minni úrkomu til að byrja með en vænta má að síðar verði,“ segir tilkynningunni. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. 15. janúar 2021 07:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Það gæti aukist. Við fylgjumst með í dag, við höfum ekki séð neinar breytingar á neinu. Við erum á vaktinni og fylgjumst með og tökum stöðuna jafnóðum,“ segir Sveinn Brynjólfsson hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar í samtali við Vísi. Hann segist ekki búast við því að rýmingu verði aflétt strax en sérfræðingar meti næstu skref. „Við erum bara að funda um stöðuna og horfa á þessi mæltitæki sem við höfum, úrkomumælana og tala við heimamenn hvort þeir sjái einhverjar hreyfingar,“ segir Sveinn. „Það er allt með kyrrum kjörum eins og er.“ Rýmingin var lögð til í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum er reiknað með því að rýming vegna skriðuhættu á Seyðisfirði verði á næstu vikum lögð til í ákveðnum skrefum eftir því sem meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. „Þessi reynsla fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar nýafstaðinnar skriðuhrinu og því er lögð til rýming við minni úrkomu til að byrja með en vænta má að síðar verði,“ segir tilkynningunni.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. 15. janúar 2021 07:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09
Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. 15. janúar 2021 07:03