Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2021 08:01 Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar