Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. janúar 2021 12:05 Sylwia og Guðmundur Felix. Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. „Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
„Ég talaði við hann í fyrsta skipti í morgun eftir aðgerðina. Hann hefur það mjög, mjög gott og var ótrúlega bjartsýnn og jákvæður,“ segir Sylwia í samtali við fréttastofu. Draumurinn rættist sléttum 23 árum síðar Guðmundur var aðeins 26 ára þegar hann missti báða handleggi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár. Draumurinn rættist svo loks þegar hann fór í fimmtán klukkustunda aðgerð í Lyon í Frakklandi í fyrradag, 13. janúar, nánast sléttum 23 árum eftir slysið, sem varð þann 12. janúar 1998. „Ég er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Felix segist vera einstaklega þakklátur öllum þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslendingum og segir að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir íslensku þjóðanna,“ segir hún. Táknrænn dagur Sylwia nefnir að dagurinn hafi ekki síður verið táknrænn. „Við höfðum allan tímann trú á að aðgerðin mundi ganga vel. Við hugsuðum aldrei hvað ef. En okkur þótti dagsetningin líka ótrúleg, að aðgerðin skuli hafa verið nánast sama dag og slysið varð.“ Hún segir það hafa verið óvænta ánægju að fá að sjá myndir af handleggjunum. „Þær líta mjög vel út,“ segir Sylwia. Aðspurð segist hún sjálf hafa það gott. Biðin eftir aðgerðinni hafi vissulega reynst erfið, og að þau hafi oft orðið pirruð og óþolinmóð en alltaf haldið í vonina. Hún segir mikla endurhæfingu fram undan en að aðgerðin muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Þau séu staðráðin í að takast á við verkefnið í sameiningu, með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.
Frakkland Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda