Logi skoraði 30 af 85 stigum Njarðvíkurliðsins í tveggja stiga tapi á móti Haukum í Ljónagryfjunni.
Þetta var í fyrsta sinn frá því í nóvember 2016 sem Logi skoraði þrjátíu stig eða meira í úrvalsdeildinni. Þrír síðustu þrjátíu stiga leikir hans hafa allir komið á móti Haukum í Ljónagryfjunni.
Logi heldur upp á fertugsafmælið sitt í september á þessu ári en hefur engu gleymt inn á körfuboltanum eins og hann sýndi í gærkvöldi.
Það er líka orðið mjög langt síðan að Logi náði þessu afreki í fyrsta sinn á ferlinum í úrvalsdeildarleik. Logi skoraði í fyrsta sinn þrjátíu stig í leik í úrvalsdeildinni í lokaúrslitunum 2001.
Logi skoraði þá 36 stig í leik tvö í lokaúrslitunum á móti Tindastól sem fór fram 10. apríl 2001. Hann skoraði líka 30 stig í leik fjögur þar sem Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Í gær voru því liðin nítján ár, níu mánuðir og fjögur ár síðan að Logi braut fyrst þrjátíu stiga múrinn á Íslandsmótinu.
Hér fyrir neðan má sjá þrjátíu stiga leiki Loga Gunnarssonar í úrvalsdeild karla.
Þrjátíu stiga leikir Loga Gunnarssonar í úrvalsdeild karla
- 10. apríl 2001: 36 sitg á móti Tindastól (úrslitakeppni)
- 17. apríl 2001: 30 stig á móti Tindastól (úrslitakeppni)
- 30. október 2008 - 39 stig á móti ÍR
- 16. janúar 2008: 34 stig á móti Grindavík
- 22. nóvember 2013: 41 stig á móti Haukum
- 16. nóvember 2016: 34 stig á móti Haukum
- 14. janúar 2021: 30 stig á móti Haukum

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.