Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 07:03 Þessi mynd er tekin þann 19. desember, daginn eftir að gríðarstór aurskriða féll á Seyðisfjörð. Í kjölfarið var allur bærinn rýmdur. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira