Ekki gefið að fyrirtæki geti skikkað alla í vímuefnapróf Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:01 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skikkað allt sitt starfsfólk í skimun fyrir áfengi og fíkniefnum. Icelandair ætlar að taka slíka skimun upp fyrir allt sitt starfsfólk en forstjóri félagsins segir það verða gert í samningum við starfsfólk og stéttarfélög. Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07