Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:52 Að minnsta kosti eins árásarmannanna var leitað af lögreglu í gær. Hann er fæddur árið 2002 og gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14
Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17