Sigríður hefur starfað í mannauðs- og fræðslumálum um árabil en hún starfaði áður hjá Eimskip sem fræðslu- og mannauðsstjóri félagsins en einnig sem ráðgjafi hjá Attentus – Mannauður og ráðgjöf. Greint er frá ráðningunni á vef Fræðslumiðstöðvarinnar.
Sigríður hefur lokið MBA námi frá Háskóla Íslands, er menntuð sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri og er með Dipl.Ed gráðu í Fræðslustarfi og stjórnun frá HÍ.
Verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu og styðja við þróun starfsmanna til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.