Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. janúar 2021 07:00 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar missti son sinn í sjálfsvígi árið 2010. Hún segir marga kvíða því að snúa aftur til vinnu eftir andlát ástvinar. Vinnan geti vissulega verið hvíld en það koma erfiðir dagar inn á milli. Vísir/Vilhelm „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. „Okkar tilfinning er að fólk vill fara fljótt til vinnu, það er ákveðin hvíld í því. En svo geta koma erfiðir dagar inn á milli og þá er gott að hafa svigrúmið. Að geta komið og farið á vinnustaðinn eftir því hvernig líðanin er, er ómetanlegt.“ Þá segir Guðrún vinnustaði þurfa að huga að mörgum atriðum þegar starfsmaður fellur frá eða starfsmaður missir náinn ástvin. Þetta á bæði við um skyndilegt andlát og andlát í kjölfar langvarandi veikinda. ,,Það getur enginn búið sig undir andlát og það er líka mikilvægt að muna að það eru engir tveir sem syrgja eins.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig andlát og sorg snertir vinnustaði og starfsfólk. Í dag er sérstaklega rætt um það við hverju má búast þegar andlát verður. Á morgun verður fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við. Samviskubit og alls konar tilfinningar Sorgarmiðstöðin var stofnuð árið 2019 af fjórum grasrótarfélögum á sviði sorgarúrvinnslu. Þessi félög eru Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Sorgarmiðstöðin sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda en einnig fyrir vinnustaði og skólasamfélagið. Sorgarmiðstöð byggir á áratuga reynslu í því að styðja fólk í sorg. „Sem betur er viðhorfið að fara á hnefanum í gegnum sorgina á undanhaldi og fólk er tilbúnara til að leita sér ráðgjafar og aðstoðar hvernig bregðast á við þegar andlát kemur upp á vinnustað,“ segir Guðrún. Upplýsingagjöf er mikilvæg eftir andlát Þegar að við aðstoðum vinnuveitendur erum við til dæmis með tillögur um það hvernig hægt er að orða tölvupósta í kjölfar þess að starfsmaður hefur fallið frá. Sem dæmi má nefna hversu vel þarf að huga að því hvernig ,,Out of office reply” viðskiptavinir fá frá látnum starfsmanni. Því það er varla við hæfi að tala um að viðkomandi hafi hætt störfum þegar hann er látinn eða hvað?“ segir Guðrún og bætir við: ,,Þetta er dæmi um lítið atriði sem kemur upp í kjölfar andláts og er sjaldan í verkferlum fyrirtækja en getur reynst flókið og þarf að gera rétt.“ Þá segir hún þurfa að huga að starfsfólkinu á vinnustaðnum. „Tökum sem dæmi að vinnufélagi falli frá og hann hafi setið mitt á milli tveggja náinna samstarfsfélaga. Þessir tveir samstarfsfélagar geta upplifað sorgina á gjörólíkan hátt og það þarf að taka tillit til þess,“ segir Guðrún. Þá segir hún líka mikilvægt að fólk átti sig á því að það hafa allir rétt á að syrgja. „Stundum fær fólk hálfgert samviskubit yfir því að líða illa eða vera dapurt. Það hugsar með sér „ég þekkti hann nú ekkert svo mikið það getur ekki verið eðlilegt að mér líði svona illa“ og heldur að það séu frekar þeir sem unnu mest með honum, sem hafi meiri rétt á að vera í sorg. En sorgin er ekki þannig. Við finnum til með fólki, missir snertir okkur og reynslan sem við berum með okkur hefur líka áhrif. Það eru ekki endilega blóðtengslin sem skýra út sorgina. Það getur verið mikið högg að missa góðan vin eða vinkonu enda geta tengslin á milli ættingja líka verið mismikil.“ Þá segir Guðrún líka hvert andlát sérstakt. Var þetta andlát með aðdraganda í kjölfar veikinda? Slys? Sjálfsvíg? Missti samstarfsmaður maka, barn, systkini eða vin? Allt eru þetta dæmi um stór áföll sem gera þarf ráð fyrir að fólk þurfi langan tíma að vinna úr. Sorgarmiðstöðin er til húsa á Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Félagið heldur úti ýmsum stuðningshópum og sinnir fræðslu og ráðgjöf fyrir aðstandendur, vinnustaði og skólasamfélagið.Vísir/Vilhelm Guðrún segir að oft komi andlát tengt vinnustað erfiðlega við fólk því öll berum við eitthvað í okkar eigin bakpoka. „Þegar einhver deyr getur það dregið fram alls kyns tilfinningar hjá þér sem í raun tengjast sorg ástvinar sem þú hefur misst áður eða öðru áfalli. Því við berum öll eitthvað í bakpokanum okkar. Þess vegna getum við fundið til depurðar, náum ekki að sofa eða líður illa þótt við tengjumst ekkert endilega þeim sem féll frá eða var að missa sinn ástvin. Þetta eru eðlilegar tilfinningar og okkar reynsla er sú að starfsfólk verður svo fegið að heyra okkur segja það eða gefa tækifæri á að svona mál séu rædd.“ Áhyggjur, kvíði og ný hlutverk Guðrún segir að fólk ekki eiga að vera feimnari að ræða sjálfsvíg frekar en slys eða veikindi. „Því sjálfsvíg eru í raun bara endapunktur á andlegum veikindum,“ segir Guðrún og bætir við: „Við tölum stundum um flókna sorg og sorg aðstandenda og þeirra sem sitja eftir þegar sjálfsvíg hefur orðið fara í gegnum flókna sorg. Margar spurningar sitja eftir sem aldrei fæst svar við, því miður. Það þarf mikinn stuðning til að geta haldið áfram með lífið bæði frá fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og oftar en ekki frá fagfólki líka.“ Sjálf missti Guðrún son sinn í sjálfsvígi árið 2010. Vinnan mín gerði í mínum huga allt rétt. Leitað var ráðgjafar fagfólks hvernig best væri að taka á móti mér til vinnu. Það breytti því ekki að ég kveið fyrir því að byrja að vinna og hafði áhyggjur af því að verða aldrei eins og áður. Var svo dofin, gleymin og brothætt, vissi aldrei almennilega hvernig dagarnir yrðu Eftir áfallið komu vinnufélagar mínir til mín, fáir fyrst og svo fleiri. Ég fór líka í heimsókn í vinnuna og svo mætti ég einn dag og hélt ég væri tilbúin. En ég fór heim sama dag og var mánuð til viðbótar heima. Því þegar að því kom að ég ætlaði að fara að lesa tölvupósta og svara, bóka fundi og fleira, þá bara gat ég það ekki,“ segir Guðrún sem dæmi um það hvernig starfsmanni getur liðið þegar hann snýr aftur til vinnu. Þá segir Guðrún gott fyrir samstarfsfólk að vita að sorgin kemur eins og í bylgjum. Þess vegna getur syrgjandi verið í fínu skapi að morgni til en ómögulegur eftir hádegi. Því í millitíðinni gerðist eitthvað sem „triggeraði.“ „Ég til dæmis gat ekki hlustað á útvarp í vinnunni lengi vel á eftir, eins og ég hafði þó verið vön að gera. Því það þurfti ekki annað en eitt lag í spilun sem minnti mig á son minn og þá dembdust bara yfir mig alls kyns tilfinningar,“ segir Guðrún. Lengi vel á eftir var það því þannig að Guðrún vann með heyrnartól á sér þótt hún væri ekki að hlusta á neitt. Það var hreinlega til að útiloka það að heyra í útvarpi eða tónlist. Annað sem Guðrún segir gott fyrir fólk að átta sig á er að í sorgarferlinu koma alls kyns tilfinningar upp. Líka pirringur og reiði. Það verður stuttur í manni þráðurinn og úthaldið lítið. Maður hættir að þola allt „bullshit“ og ég átti það til dæmis til að standa bara upp og fara ef mér fannst umræðan ómerkileg því veröldin mín hafði breyst svo mikið en allt annað hélt bara áfram,“ segir Guðrún sem dæmi. Margir syrgjendur lýsa mikilli doða- og óraunveruleikatilfinningu eftir missi. Sorgmætt fólk er líka oft utan við sig og gleymið og getur fundið fyrir ruglingslegum hugsunum. „Það er svo mikilvægt að ræða þetta við starfsfólk þannig að það átti sig á því að þetta eru eðlilegar tilfinningar í sorg. Og þá kemur bæði samviskubit og kvíði sem er gott fyrir yfirmenn og samstarfsfólk að átta sig á,“ segir Guðrún. Guðrún segir þann sem missir ástvin líka oft upplifa mikinn kvíða þessu tengt það sér ekki fyrir sér að verði í lagi aftur. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og upplifði þennan kvíða. „Ég man alveg eftir því að hafa haft áhyggjur af því hvort ég yrði kannski aldrei jafn góð eða fær í starfi aftur. Ég fann fyrir þessu lengi en síðan smátt og smátt breyttist þetta.“ En þetta tekur tíma. Oft er líka erfitt fyrir fólk að mæta aftur til vinnu því ef aðdragandi hefur verið að andlátinu, hefur fólk misst af svo miklu. Andlát í kjölfar langvarandi veikinda þýðir oft að fólk hefur í langan tíma verið að detta inn og út úr vinnu. Er ekki alveg með á nótunum eða upplýst um allt sem hefur verið í gangi og það tekur tíma að ná tökum á þessu og er erfitt þegar maður er í sorg.“ Þá segir Guðrún gott fyrir vinnuveitendur og samstarfsfólk að átta sig á því að sorgin tekur mjög mikla orku. Ekki aðeins tilfinningalega því þegar fólk missir náinn ástvin er það sjálfkrafa sett í ný hlutverk. „Ímyndum okkur til dæmis samstarfsfélaga sem missir maka. Allt í einu er viðkomandi kominn í hlutverk bæði mömmunnar og pabbans. Eða þarf að sjá um praktísk mál sem makinn var vanur að sjá um, til dæmis tengt peningum, skóla- eða tómstundamálum barnanna og svo framvegis,“ segir Guðrún. Í Atvinnulífinu á morgun verður fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við andláti og hvaða aðstoð og ráðgjöf er í boði. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Okkar tilfinning er að fólk vill fara fljótt til vinnu, það er ákveðin hvíld í því. En svo geta koma erfiðir dagar inn á milli og þá er gott að hafa svigrúmið. Að geta komið og farið á vinnustaðinn eftir því hvernig líðanin er, er ómetanlegt.“ Þá segir Guðrún vinnustaði þurfa að huga að mörgum atriðum þegar starfsmaður fellur frá eða starfsmaður missir náinn ástvin. Þetta á bæði við um skyndilegt andlát og andlát í kjölfar langvarandi veikinda. ,,Það getur enginn búið sig undir andlát og það er líka mikilvægt að muna að það eru engir tveir sem syrgja eins.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig andlát og sorg snertir vinnustaði og starfsfólk. Í dag er sérstaklega rætt um það við hverju má búast þegar andlát verður. Á morgun verður fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við. Samviskubit og alls konar tilfinningar Sorgarmiðstöðin var stofnuð árið 2019 af fjórum grasrótarfélögum á sviði sorgarúrvinnslu. Þessi félög eru Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Sorgarmiðstöðin sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda en einnig fyrir vinnustaði og skólasamfélagið. Sorgarmiðstöð byggir á áratuga reynslu í því að styðja fólk í sorg. „Sem betur er viðhorfið að fara á hnefanum í gegnum sorgina á undanhaldi og fólk er tilbúnara til að leita sér ráðgjafar og aðstoðar hvernig bregðast á við þegar andlát kemur upp á vinnustað,“ segir Guðrún. Upplýsingagjöf er mikilvæg eftir andlát Þegar að við aðstoðum vinnuveitendur erum við til dæmis með tillögur um það hvernig hægt er að orða tölvupósta í kjölfar þess að starfsmaður hefur fallið frá. Sem dæmi má nefna hversu vel þarf að huga að því hvernig ,,Out of office reply” viðskiptavinir fá frá látnum starfsmanni. Því það er varla við hæfi að tala um að viðkomandi hafi hætt störfum þegar hann er látinn eða hvað?“ segir Guðrún og bætir við: ,,Þetta er dæmi um lítið atriði sem kemur upp í kjölfar andláts og er sjaldan í verkferlum fyrirtækja en getur reynst flókið og þarf að gera rétt.“ Þá segir hún þurfa að huga að starfsfólkinu á vinnustaðnum. „Tökum sem dæmi að vinnufélagi falli frá og hann hafi setið mitt á milli tveggja náinna samstarfsfélaga. Þessir tveir samstarfsfélagar geta upplifað sorgina á gjörólíkan hátt og það þarf að taka tillit til þess,“ segir Guðrún. Þá segir hún líka mikilvægt að fólk átti sig á því að það hafa allir rétt á að syrgja. „Stundum fær fólk hálfgert samviskubit yfir því að líða illa eða vera dapurt. Það hugsar með sér „ég þekkti hann nú ekkert svo mikið það getur ekki verið eðlilegt að mér líði svona illa“ og heldur að það séu frekar þeir sem unnu mest með honum, sem hafi meiri rétt á að vera í sorg. En sorgin er ekki þannig. Við finnum til með fólki, missir snertir okkur og reynslan sem við berum með okkur hefur líka áhrif. Það eru ekki endilega blóðtengslin sem skýra út sorgina. Það getur verið mikið högg að missa góðan vin eða vinkonu enda geta tengslin á milli ættingja líka verið mismikil.“ Þá segir Guðrún líka hvert andlát sérstakt. Var þetta andlát með aðdraganda í kjölfar veikinda? Slys? Sjálfsvíg? Missti samstarfsmaður maka, barn, systkini eða vin? Allt eru þetta dæmi um stór áföll sem gera þarf ráð fyrir að fólk þurfi langan tíma að vinna úr. Sorgarmiðstöðin er til húsa á Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Félagið heldur úti ýmsum stuðningshópum og sinnir fræðslu og ráðgjöf fyrir aðstandendur, vinnustaði og skólasamfélagið.Vísir/Vilhelm Guðrún segir að oft komi andlát tengt vinnustað erfiðlega við fólk því öll berum við eitthvað í okkar eigin bakpoka. „Þegar einhver deyr getur það dregið fram alls kyns tilfinningar hjá þér sem í raun tengjast sorg ástvinar sem þú hefur misst áður eða öðru áfalli. Því við berum öll eitthvað í bakpokanum okkar. Þess vegna getum við fundið til depurðar, náum ekki að sofa eða líður illa þótt við tengjumst ekkert endilega þeim sem féll frá eða var að missa sinn ástvin. Þetta eru eðlilegar tilfinningar og okkar reynsla er sú að starfsfólk verður svo fegið að heyra okkur segja það eða gefa tækifæri á að svona mál séu rædd.“ Áhyggjur, kvíði og ný hlutverk Guðrún segir að fólk ekki eiga að vera feimnari að ræða sjálfsvíg frekar en slys eða veikindi. „Því sjálfsvíg eru í raun bara endapunktur á andlegum veikindum,“ segir Guðrún og bætir við: „Við tölum stundum um flókna sorg og sorg aðstandenda og þeirra sem sitja eftir þegar sjálfsvíg hefur orðið fara í gegnum flókna sorg. Margar spurningar sitja eftir sem aldrei fæst svar við, því miður. Það þarf mikinn stuðning til að geta haldið áfram með lífið bæði frá fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og oftar en ekki frá fagfólki líka.“ Sjálf missti Guðrún son sinn í sjálfsvígi árið 2010. Vinnan mín gerði í mínum huga allt rétt. Leitað var ráðgjafar fagfólks hvernig best væri að taka á móti mér til vinnu. Það breytti því ekki að ég kveið fyrir því að byrja að vinna og hafði áhyggjur af því að verða aldrei eins og áður. Var svo dofin, gleymin og brothætt, vissi aldrei almennilega hvernig dagarnir yrðu Eftir áfallið komu vinnufélagar mínir til mín, fáir fyrst og svo fleiri. Ég fór líka í heimsókn í vinnuna og svo mætti ég einn dag og hélt ég væri tilbúin. En ég fór heim sama dag og var mánuð til viðbótar heima. Því þegar að því kom að ég ætlaði að fara að lesa tölvupósta og svara, bóka fundi og fleira, þá bara gat ég það ekki,“ segir Guðrún sem dæmi um það hvernig starfsmanni getur liðið þegar hann snýr aftur til vinnu. Þá segir Guðrún gott fyrir samstarfsfólk að vita að sorgin kemur eins og í bylgjum. Þess vegna getur syrgjandi verið í fínu skapi að morgni til en ómögulegur eftir hádegi. Því í millitíðinni gerðist eitthvað sem „triggeraði.“ „Ég til dæmis gat ekki hlustað á útvarp í vinnunni lengi vel á eftir, eins og ég hafði þó verið vön að gera. Því það þurfti ekki annað en eitt lag í spilun sem minnti mig á son minn og þá dembdust bara yfir mig alls kyns tilfinningar,“ segir Guðrún. Lengi vel á eftir var það því þannig að Guðrún vann með heyrnartól á sér þótt hún væri ekki að hlusta á neitt. Það var hreinlega til að útiloka það að heyra í útvarpi eða tónlist. Annað sem Guðrún segir gott fyrir fólk að átta sig á er að í sorgarferlinu koma alls kyns tilfinningar upp. Líka pirringur og reiði. Það verður stuttur í manni þráðurinn og úthaldið lítið. Maður hættir að þola allt „bullshit“ og ég átti það til dæmis til að standa bara upp og fara ef mér fannst umræðan ómerkileg því veröldin mín hafði breyst svo mikið en allt annað hélt bara áfram,“ segir Guðrún sem dæmi. Margir syrgjendur lýsa mikilli doða- og óraunveruleikatilfinningu eftir missi. Sorgmætt fólk er líka oft utan við sig og gleymið og getur fundið fyrir ruglingslegum hugsunum. „Það er svo mikilvægt að ræða þetta við starfsfólk þannig að það átti sig á því að þetta eru eðlilegar tilfinningar í sorg. Og þá kemur bæði samviskubit og kvíði sem er gott fyrir yfirmenn og samstarfsfólk að átta sig á,“ segir Guðrún. Guðrún segir þann sem missir ástvin líka oft upplifa mikinn kvíða þessu tengt það sér ekki fyrir sér að verði í lagi aftur. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og upplifði þennan kvíða. „Ég man alveg eftir því að hafa haft áhyggjur af því hvort ég yrði kannski aldrei jafn góð eða fær í starfi aftur. Ég fann fyrir þessu lengi en síðan smátt og smátt breyttist þetta.“ En þetta tekur tíma. Oft er líka erfitt fyrir fólk að mæta aftur til vinnu því ef aðdragandi hefur verið að andlátinu, hefur fólk misst af svo miklu. Andlát í kjölfar langvarandi veikinda þýðir oft að fólk hefur í langan tíma verið að detta inn og út úr vinnu. Er ekki alveg með á nótunum eða upplýst um allt sem hefur verið í gangi og það tekur tíma að ná tökum á þessu og er erfitt þegar maður er í sorg.“ Þá segir Guðrún gott fyrir vinnuveitendur og samstarfsfólk að átta sig á því að sorgin tekur mjög mikla orku. Ekki aðeins tilfinningalega því þegar fólk missir náinn ástvin er það sjálfkrafa sett í ný hlutverk. „Ímyndum okkur til dæmis samstarfsfélaga sem missir maka. Allt í einu er viðkomandi kominn í hlutverk bæði mömmunnar og pabbans. Eða þarf að sjá um praktísk mál sem makinn var vanur að sjá um, til dæmis tengt peningum, skóla- eða tómstundamálum barnanna og svo framvegis,“ segir Guðrún. Í Atvinnulífinu á morgun verður fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við andláti og hvaða aðstoð og ráðgjöf er í boði.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00