James með stæla og Harden búinn að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 07:31 LeBron James og James Harden áttust við í nótt í heldur ójöfnum leik. Getty/Carmen Mandato Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston. Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn