Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 18:48 Pexels/mali maeder Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá. Frakkland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira