Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 18:48 Pexels/mali maeder Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá. Frakkland Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá.
Frakkland Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira