Rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum á tímum faraldurs Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 10:42 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en 0,7% hækkun mældist á leiguverði milli mánaða í nóvember. Tölur desembermánaðar liggja ekki enn fyrir. Að sögn hagfræðideildar bankans var almennt talsvert rólegra yfir leigumarkaðnum en íbúðamarkaðnum eftir að áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 fór að gæta hér á landi. Sé litið til 12 mánaða hækkunar sést að frá því í mars hefur hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði og hefur munurinn aukist. Áhrif faraldursins dregið úr verðþrýstingi „Veirufaraldurinn hefur haft tvíþætt áhrif á leigumarkaðinn í það minnsta. Fyrir það fyrsta hafa vextir lækkað sem viðbragð við þeirri kreppu sem faraldurinn orsakaði. Það hefur auðveldað fasteignakaup og þar með hugsanlega dregið úr eftirspurn eftir húsnæði til leigu. Faraldurinn hefur einnig gert það að verkum að ferðamönnum fækkaði verulega og mikill fjöldi Airbnb íbúða fékk annars konar notkun,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Aukið framboð og minni eftirspurn eftir leiguhúsnæði hafi því verulega dregið úr verðþrýstingi á leigumarkaði. Fleiri í eigin húsnæði Fram kemur í niðurstöðum könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 19% leigjenda telji framboð leiguhúsnæðis sem hentar sér og sinni fjölskyldu vera mjög eða frekar mikið, samanborið við 12% fyrir ári síðan. Einnig má þar greina hlutfallslega aukningu meðal leigjenda sem átti auðvelt með að útvega sér leiguhúsnæði. Hlutfallið er nú um 52% en var 48% fyrir ári síðan. Er þetta vísbending um að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist. „Tæplega 13% einstaklinga 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt rannsóknum HMS samanborið við tæp 17% áður en faraldurinn hófst. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði hefur hækkað úr 70% fyrir útbreiðslu faraldursins í 73%. Þetta bendir til þess að leigjendum hafi mörgum gefist kostur á að kaupa sér fasteign á síðustu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að óljóst sé hvort um varanlega breytingu sé að ræða á leigumarkaðnum. Þó telur hagfræðideildin líklegt að leigjendur muni áfram streyma í eigið húsnæði á næstu árum, meðal annars með með stuðningi frá stjórnvöldum í gegnum hlutdeildarlán.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigumarkaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22 Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. 15. desember 2020 07:22
Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. 10. desember 2020 19:00