Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. janúar 2021 20:00 Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin. Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni. Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00