Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 14:22 Þrettán hafa verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum eftir árásina á miðvikudag. Getty/Kent Nishimura Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira
Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Sjá meira
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37