Kyndlar næstu kynslóðar Jón Þór Ólafsson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun