Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 15:30 Það er heldur betur nóg að gera hjá Balta. Vísir/getty Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“ Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“
Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira