Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 02:24 Þingmenn eru mjög óánægðir með forsetann og viðbrögð hans við atburðum kvöldsins. Getty/Al Drago Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45