Þingmaðurinn Jeff Merkley birti mynd af atkvæðakössunum á Twitter-síðu sinni og segir starfsfólkið hafa náð að forða því að þeir hafi verið brenndir.
Electoral college ballots rescued from the Senate floor. If our capable floor staff hadn’t grabbed them, they would have been burned by the mob. pic.twitter.com/2JCauUIlvg
— Senator Jeff Merkley (@SenJeffMerkley) January 6, 2021
„Atkvæðum kjörmanna bjargað af gólfi þingsins. Ef okkar hæfa starfsfólk hefði ekki tekið þau, þá hefðu þau verið brennd.“
Óeirðir urðu í þinghúsinu þegar stuðningsmenn Trump réðust inn. Þingmenn fulltrúa- og öldungadeildar höfðu komið saman til fundar til þess afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti.