Gerðu hróp að Romney á leið til Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 16:51 Mitt Romney hefur verið eyland í Repúblikanaflokknum hvað varðar afstöðu hans til forsetans. epa/Michael Reynolds Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta veittust að samflokksbróður hans Mitt Romney, fyrir og í flugi frá Salt Lake City til Washington. Romney er meðal sárafárra repúblikana sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir framgöngu hans síðustu misseri. Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47
Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04