Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 08:00 Kolbeinn Marteinsson var á erfiðum stað í fjármálum eftir hrun. Nú er tíðin allt önnur og betri. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira