Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Olympique Lyonnais voru kallaðar saman í dag og fengu þær allar sérstakan hring í tilefni af sigri liðsins í Meistaradeildinni í ágúst.

Sara Björk gekk til liðs við Lyon á síðasta ári og spilaði með liðinu í úrslitum Meistaradeildarinnar. Hún átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum og skoraði þriðja og síðasta markið í 3-1 sigri á Wolfsburg.
Þetta var í sjöunda skiptið sem Olympique Lyonnais vinnur Meistaradeildina en liðið var að vinna hana fimmta árið í röð.
Sara Björk hjálpaði líka Lyon að vinna franska bikarinn en liðið hafði einnig unnið franska meistaratitilinn áður hún kom frá Wolfsburg.
Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndir af Instagram síðu Olympique Lyonnais.
