„Líklega verða börn oftar send heim“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:15 Formaður félags stjórnenda leikskóla er ekki sammála skóla og frístundasviði borgarinnar um að stytting vinnuvikunnar án viðbótarfjármagns muni ekki bitna á þjónustu. Fyrirséð sé að börnin verði oftar send fyrr heim. Vísir/Vilhelm Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla. 1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira